Fyrsti dagur strandveiða 2023 að baki

Strandveiðar 2023 hófust í dag.  Veiðarnar eru þær 15. í samfelldri röð, hófust 28. júní 2009.
Gríðarlegur áhugi er fyrir veiðunum.  Fiskistofa hafði úthlutað 490 bátum leyfi til veiða, en í fyrra voru leyfin 409 við upphaf veiða og á árinu 2021, 390.
  
Myndin sýnir fjölda báta á hverju svæði:
Screenshot 2023-05-02 at 20.40.36.png
A:  54%  B:  15%   C:  10%   D:  21%
Í dag voru seld 181 tonn af óslægðan handfæraþorski á fiskmörkuðum RSF og var meðalverðið 406 kr/kg.   Á sama degi í fyrra voru tölurnar 76 tonn og 363 kr/kg.
Í samtölum við sjómenn nú síðdegis var algengt að heyra:
„nóg af fiski, fór út upp úr kl fimm og var 
kominn í land á hádegi með skammtinn
 Skjáskot af Marinetraffic 2. maí 2023; 09:57 
Screen Shot 2023-05-02 at 09.32.33.png