Sveitarfélögin Múlaþing, Langanesbyggð og Norðurþing hafa sent frá sér áskorun um strandveiðar. Þar skora þau á matvælaráðherra og Alþingi að jafna afkomumöguleika strandveiðisjómanna óháð búsetu. Það verði gert með lögfestingu ákveðins veiðidagafjölda án stöðvunar veiða þegar heildarpotti er náð.
„Þar til því takmarki er náð krefjumst við að núverandi strandveiðipotti verði skipt á veiðisvæði í rétt hlutfalli við útgefin strandveiðileyfi á viðkomandi svæði, eins og segir í áskoruninni.