Strandveiðin stendur nú sem hæst. Aldrei frá upphafi þeirra hefur áhugi fyrir þeim verið jafnmikill. Þegar aðeins 5 dagar eru frá því þær hófust þann 2. maí hafa 573 bátar landað afla, fjölgun um 140 milli ára. Sjá nánar um strandveiðar.
Víðast hvar er afargott fiskerí og þá hefur veður leikið við menn. Undanfarna daga hefur hlýnað í veðri sem kallar á meiri notkun á ís til kælingar á aflanum. Þó aflameðferð hafi verið til fyrirmyndar undanfarin ár má aldrei gefa neinn afslátt hvað hana varðar. Fiskur af strandveiðibátum er eftirsótt vara sem skilar sér á dýra markaði sem gerir gríðarlegar kröfur. Strandveiðisjómenn verða því að vanda sig og gæta þess að ganga vel um aflann og þar er kælingin einn mikilvægasti þátturinn. Afli sem er vankældur hefur t.d. minna geymsluþol.
LS hefur lagt sitt að mörkum í að bæta aflameðferð. Fyrir nokkrum árum voru hitamælar sendir til allra smábátaeigenda. Jafnframt fylgdi með í sendingunni bæklingur frá MATÍS
Bæklingurinn inniheldur mikilvægar leiðbeiningar og er allur hinn fróðlegasti. Smábátaeigendur er hvattir til að kynna sér efni hans.