Grásleppuvertíðin framlengd um tíu daga

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíðinni.  Í stað 35 verði fjöldi daga 45.
Undirrituð hefur verið reglugerð þessa efnis sem send hefur verið Stjórnartíðindum til birtingar.
Tilkynning ráðuneytisins kemur verulega á óvart.  Nú aðeins 35 bátar á veiðum af þeim 130 sem verið hafa á grásleppu í ár.  Af þeim 95 bátum sem lokið hefur veiðum er um þriðjungur sem hætti áður en 35 daga tímabilið rann út.  Meðaltalsfjöldi veiðidaga hjá þeim 95 sem hættir eru var 32,4 dagar.
.