Loksins! Loksins!

 
Í endaðan nóvember sl. kom út ný reglugerð um lyfjakistur um borð í fiskiskipum.
Strax varð ljóst að breytinga væri þörf og ekki annað að skilja en að það myndi ganga hratt og vel fyrir sig.
Staðreyndin er sú að það tók 165 daga að afgreiða málið.
Talsverður sparnaður verður fyrir smábátaeigendur við breytinguna, þótt kostnaðurinn sé sannarlega meiri en samkvæmt reglugerðinni sem gilti til 30 nóvember 2022.
LS, ásamt fleirum mun fara fram á það í Siglingaráði að stofnað verði til gagngerrar endurskoðunar á lyfjakistumálunum.