Háskólasetur Vestfjarða vinnur nú að rannsóknaverkefni um félagslega þætti í tengslum við orkuskipti í smábátaútgerð. Verkefnið er stutt af Landsvirkjun og Orkurannsóknasjóði. Niðurstöður verða birtar í opinberri skýrslu Landsvirkjunar.
Dr. Catherine Chambers, Rannsóknastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða stjórnar könnuninni og hefur óskað eftir liðsinni frá LS. Könnunin er nafnlaus og öll svör verða lögð saman í lokaniðurstöðunni.
Smábátaeigendur eru vinsamlegast beðnir að taka þátt í könnunni sem tekur 10 mínútur.