Nú þegar helmingur er liðinn af útgefnu veiðileyfi fyrir strandveiðar hafa alls 741 bátur landað afla. Það eru fleiri en nokkru sinni áður á tímabilinu maí – júní.
Veiðarnar hafa gengið nokkuð vel, afli á hvern bát aukist um 7% miðað við strandveiðar 2022. Aukningin er þó nokkuð misjöfn eftir landsvæðum. Í þorski er hún mest á svæði C þar sem þriðjungi meira hefur aflast á hvern bát en í fyrra.
Sjá nánar:
Þrátt fyrir rysjótta tíð tókst mörgum að nýta alla 12 veiðidaga mánaðarins.
Fjöldi báta með 12 veiðidaga | ||
Svæði | Maí | Júní |
A | 83 | 167 |
B | 12 | 35 |
C | 16 | 40 |
D | 1 | 33 |
Samtals | 112 | 275 |