Mestu landað á Patreksfirði

 
Patreksfjarðarhöfn er sú höfn sem tekið hefur á móti mestum afla frá strandveiðibátum á yfirstandandi vertíð.  Á fyrri helmingi strandveiðitímabilsins var um 847 tonnum landað þar, fast á hæla Patró kemur Sandgerðishöfn sem tekið hefur á móti 843 tonnum.
IMG_4654 (1).png
IMG_4493 (1).png



















Afla var landað á 49 stöðum allt í kringum landið.  Alls 72 bátar lönduðu á Patreksfirði og 69 í Sandgerði.
Taflan sýnir fjölda báta og afla á 10 löndunarhæstu höfnunum.
Patreksfjörður 72 Bátar   846.577 Kg 
Sandgerði 69 Bátar   843.226 Kg 
Ólafsvík 60 Bátar   738.130 Kg 
Bolungarvík 58 Bátar   732.115 Kg 
Arnarstapi 50 Bátar   554.441 Kg 
Rif 53 Bátar   542.125 Kg 
Hornafjörður 22 Bátar   452.237 Kg 
Norðurfjörður  31 Bátar   373.045 Kg 
Tálknafjörður 25 Bátar   353.282 Kg 
Suðureyri 30 Bátar   334.028 Kg