LS hafði spurnir af því um hádegi í gær að Fiskistofa hefði ákveðið að stöðva strandveiðar á grundvelli þess að sýnt þætti að leyfilegum heildarafla yrði náð að loknum veiðum þann daginn.
Tíðindin komu á óvart þar sem LS taldi útilokað að tíuþúsund tonna markinu yrði náð miðað við 400 tonn afla frá mánudeginum. Jafnframt bentu
fyrstu magntölur á fiskmörkuðum til þess að afli yrði minni en á mánudeginum.
LS óskaði því eftir að auglýsing um stöðvun veiða yrði dregin til baka.
Fiskistofa og matvælaráðuneytið mátu það hins vegar svo að afli yrði það nálægt hámarkinu að ekki væri forsvaranlegt að bæta við degi. Þar var m.a. bent á að afli mánudagsins hefði verið nokkru meiri en 400 tonn.
Niðurstaðan er öllum ljós. Strandveiðar stöðvaðar að loknum gærdeginum 11. júlí. Fyrstu tölur benda til þess að þorskafli á strandveiðum 2023 hafi verið 9.952 og því aðeins vantað 48 tonn upp í viðmiðunaraflamarkið.
Myndin er frá löndun í Sangerði á lokadegi strandveiða 2023