Baráttufundur á Austurvelli

„Laugardaginn 15. júlí nk munu trillukarlar safnast saman til að mótmæla þeirri ótrúlegu staðreynd að strandveiðar ársins 2023 voru stöðvaðar frá og með gærdeginum, 12. júlí.
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða leysa menn út strandveiðileyfi sem gilda á til ágústloka, 48 róðrardaga, 12 daga í hverjum mánuði á tímabilinu maí – ágúst.
 
Dagskrá laugardagsins:
 
12.00: safnast saman fyrir framan Hörpu. (Þar eru næg bílastæði í kjallara).
12.15 gengið niður á Austurvöll.
13.30 dagskrá hefst: 
KK tekur nokkur vel valin lög
Kári Stefánsson heldur tölu
Kristján Torfi og trillukallakórinn spila
Mælt er með því að menn og konur klæðist sjóstökkum.
 
Sjáumst á laugardaginn!