Fjölmenni á baráttufundi trillukarla og kvenna

Mikil og góð stemning var á baráttufundi um strandveiðar sem haldinn var á Austurvelli.  Fjölmenni var og góður rómur gerður að dagskráratriðum sem þóttu heppnast afar vel.  Í lok fundar var eftirfarandi samþykkt:
„Baráttufundur Strandveiðifélags Íslands 
haldinn á Austurvelli 15. júlí 2023
 
Fundurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands bregðist nú þegar við tilhæfulausu banni við strandveiðum.   Samkvæmt ákvæði laga um stjórn fiskveiða er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.   Við það á að standa.  
 
 
Fundurinn mótmælir harðlega fullyrðingum matvælaráðherra að öllum veiðiheimildum hafi verið ráðstafað á sama tíma og miðin allt í kringum landið eru yfirfull af þorski.
 
 
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi þar sem bann við strandveiðum sviptir eitt þúsund manns atvinnu sinni og snertir því um þrjú þúsund fjölskyldur um land allt.  Ákvörðun um bann hefur því að engu eitt af meginmarkmiðum laga um stjórn fiskveiða að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.  
 
IMG_5306.png
Myndin sýnir hluta fundarmanna fyrir framan Alþingishúsið 
 
 
 
Stranfveidi.png
Formleg lok fundarins þegar neyðarblys voru tendruð