Réttur til VS-afla

 
Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að upplýsa að strandveiðiafli veitir rétt til VS-afla.  Aðilar hafa orðið sér úti um heimildir í ufsa, en ekki tekist að verða sér úti um þorsk.  
 
Þar sem VS-afla heimild gildir fyrir hvern ársfjórðung er aðeins heimilt til loka fiskveiðiársins að nýta afla sem veiðist frá 1. júní sl.  
 
Dæmi:   
Samanlagður afli tiltekins báts frá 1. júní er nú 10 tonn.  Það veitir viðkomandi rétt til að landa 500 kg sem VS-afla.  Við hverja löndun myndast réttur sem nemur 5% af afla.
 
Á heimasíðu Fiskistofu getur hver og einn fylgst með stöðunni.  Blikka hér – slá inn skipaskránúmeri, blikka á VS afli, velja VS tímabil júní-ágúst.
  
 
Eftirfarandi skilyrði gilda um VS-afla:
    • Aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn og skráður sérstaklega.
    • Aflinn sé seldur á uppboði á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla ogandvirði hans renni til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins sbr. lög nr. 37/1992, með síðari breytingum.
 
Þeir sem nýta heimildina fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.
230717 logo_LS á vef.jpg