Óhreinu börnin hennar Svandísar

 
Í Bændablaðinu þann 20. júlí er grein eftir Kjartan Pál Sveinsson formann Strandveiðifélags Íslands.
 
Screenshot 2023-08-02 at 11.33.28.png
 
Þess vegna mótmæltum við
 
Hverju vorum við þá að mótmæla? Við vorum að mótmæla þeirri vanvirðingu og því skeytingarleysi sem okkur hefur verið sýnt. Við erum vön óvissu, enda háð duttlungum veðurfars, vélabilana og fiskgengdar. En stærsti óvissuþátturinn eru þó stjórnvöld og í ár náði þessi sveiflukenndi ruglingur sem einkennir ákvarðanatöku stjórnvalda hæstu hæðum. Fyrirkomulag vertíðarinnar var óráðið í báða enda. Hún hófst á frumvarpi um svæðaskiptingu aflaheimilda sem kom inn á borð atvinnuveganefndar örfáum dögum fyrir vertíðarbyrjun. Þegar ljóst var að frumvarpið myndi ekki ná í gegnum Alþingi í tæka tíð fórum við í fyrsta róður sumarsins með það hangandi yfir okkur að fyrirkomulagið gæti breyst í miðri vertíð. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo: „Að vori er sumarið fram undan í strandveiðinni í óvissu, og bætti svo við: „Það er verið að taka áhættu með markmið kerfisins og því er stefnt í hættu. …..
 
Greinin í heild 
Screenshot 2023-08-02 at 11.50.58.png