Tillaga um að hræra upp í 5,3% pottinum – strandveiðar

 
 
Í gær voru kynntar niðurstöður starfshópa verkefnisins „Auðlindin okkar, sem jafnframt er lokaskýrsla verkefnisins og starfinu þar með lokið.  Skýrslan hefur nú verið send í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem óskað er eftir umsögnum eigi síðar en 26. september.  
 
Reiknað var með að það sem kæmi frá starfshópunum fjórum Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri yrði skilað til Samráðsnefndar verkefnisins sem í eiga sæti hagsmunaaðilar og fulltrúar stjórnmálaflokkanna.  Það var hins vegar ekki gert og því situr eftir spurningin um hvert var hlutverk þessa 27 manna nefndar sem matvælaráðherra stýrði?
 
 
Skýrslan „Auðlindin okkar, Sjálfbær sjávarútvegur er mikil að vöxtum, inniheldur alls 464 blaðsíður.  Á kynningarfundi um skýrsluna sagði Svandís Svavarsdóttir m.a. 
 
„Vinnan sem unnin hefur verið með Auðlindinni okkar er mikilvægt skref til að skapa skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Hagsmunir almennings eru settir í forgrunn og endurspeglast til dæmis í sterkum umhverfisáherslum og tillögum um aukið gagnsæi og hækkun veiðigjalda í samræmi við fjármálaáætlun, segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
 
Miðað við orð ráðherra eru það því Landssambandi smábátaeigenda mikil vonbrigði að skoðanir þjóðarinnar um strandveiðar sem birtust í rannsóknarskýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands skuli hafa verið virtar að vettugi.  Skýrslan var unnin fyrir Matvælaráðuneytið í mars sl. og var markmið hennar að kanna viðhorf fólks til ýmissa atriða sem tengdust málefnum sjávarútvegsins.  Spurning sem laut að strandveiðum var:  Telur þú að hlutfall strandveiða af heildakvóta eigi að vera hærra, lægra eða svipað og það er nú.  31,1,% svarenda sögðu að hlutfallið ætti að vera mun hærra og 41,2% nokkru hærra.  Niðurstaða til sátta var því skýr, 72,3% svarenda vildu að hlutfall strandveiða af heildarafla ætti að vera hærra. 
LS  bindur vonir við að við gerð frumvarps um heildalög sjávarútvegsins sem nú er í smíðum að ráðherra taki tillit til sjónarmiða þjóðarinnar og stigi þar með mikilvægt skref til aukinnar sáttar um sjávarútveginn.  
 
Hagræni hópur „Auðlindarinnar okkar ákvað hins vegar að leggja ekki til breytingar á strandveiðum, að strandveiðikerfið sé ýmsum annmörkum háð þrátt fyrir stuðning í samfélaginu.  Í kynningunni var meðfylgjandi mynd teiknuð upp sem tillaga hópsins sem hann nefndi „Innviðaleið.
Screenshot 2023-08-30 at 14.24.30 (1).png


Screenshot 2023-08-30 at 14.28.27.png