Fyrri degi aðalfundar er lokið. Um 90 manns voru við setningu fundarins og hlýddu á setningarræðu formanns, skýrslu framkvæmdastjóra og ræðu matvælaráðherra sem flutt var af aðstoðarmanni Svandísar, Kára Gautasyni.
Að ræðum loknum hófst vinna í nefndum þar sem ræddar voru og teknar til afgreiðslu ályktanir sem höfðu borist frá svæðisfélögum LS.
Afrakstur nefndastarfa verður til afgreiðslu á morgun þar sem tekin verður ákvörðun um hvaða tillögur fundurinn sendir frá sér.