Árni á Grím AK aflakóngur á strandveiðum 2023

 
 
Árni Stefánsson á Grími AK-1 varð aflahæstur á strandveiðum 2023 með 48.032 kg í 26 róðrum.  Róið var frá Arnarstapa.   
 
 

380173967_800023495225825_6463661317902067319_n (1).png

Grímur AK 1 þekkir þennan stað á aflalista strandveiða, var þar árið 2018 með 49.568 kg. Skipstjóri þá var faðir Árna, Stefán Jónsson.   Þess má geta að Árni er fjórði ættliður á handfæraveiðum og virðist þar með feta í fótspor föður síns.
 
Hörð keppni var um efsta sætið að þessu sinni milli Árna og Vigfúsar Vigfússonar aflakóngs á strandveiðum 2022 og aðeins munaði 203 kg á þeim.
 
Árna Stefánssyni er hér með óskað til hamingju með árangurinn.
 
 

Screenshot 2023-10-12 at 19.43.19.png