Fimmtudaginn 23. nóvember heldur Hafrannsóknastofnun opinn fund um þorskrannsóknir. Þar verða kynntar niðurstöður úr tveim verkefnum.
a. Átaksverkefni í þorskrannsóknum.
b. Margbreytileiki þorskveiða og nýting þeirra við fiskveiðistjórnun.
Fundurinn verður í höfuðstöðvum Hafró að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og hefst kl 08:30.
Fundurinn er öllum opinn og þeir sem ekki geta mætt er bent á Youtube rás stofnunarinnar. Þar verður beint streymi frá fundinum.