Drög að frumvarpi um sjávarútveg

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg.  Umsagnarfrestur er til 22. desember nk.
Við kynningu á frumvarpsdrögunum segir eftirfarandi (ltbr. eru LS):
Helstu nýmæli frumvarpsins eru:
  • Vistkerfis- og varúðarnálgun verði beitt með skýrari hætti en mælt er fyrir um í núgildandi ákvæðum laga.
  • Verndarsvæði í hafi, ráðherra verði veitt heimild til að kveða á um vernd svæða þar sem nýting nytjastofna er takmörkuð eða bönnuð.
Fiskveiðiárið verði almanaksárið, í stað 1. september til 31. ágúst ár hvert.
  • Tegundum veiðarfæra verði beitt sem stjórntæki til að stýra veiðiálagi í stað þess að stærð skipa sé beitt sem stjórntæki.
  • Mörk hámarksaflahlutdeildar verði rýmkuð hjá félögum sem skráð eru á markað, hækki um fjórðung og verði 15% og þannig hvatt til dreifðara eignarhalds og aukins gagnsæis um eignar- og stjórnunartengsl.

  • Hugtakið yfirráð verði skilgreint með sama hætti og yfirráð skv. 17. gr. samkeppnislaga.
  • Hugtakið tengdir aðilar nái til fjölskyldutengsla og taki til maka, sambúðarfólks, skyldmenna í beinan legg og fyrsta legg til hliðar, til samræmis við ákvæði um minnihlutavernd í lögum um hlutafélög.

  • Sérregla um hlutdeildartengsl, þar sem lagt er til að aflahlutdeild félags telst að hluta til hjá eiganda að 20% eða meira í réttu hlutfalli við atkvæðisrétt hans í félagi.
  • Aðlögunarfrestur, útgerðir hafi þrjú ár til að aðlaga sig að breyttum reglum, ef þær fara yfir mörk hámarksaflahlutdeildar skv. frumvarpinu.
  • Upplýsingaskylda lögð á stærri útgerðir og þeim beri með reglubundnum hætti að veita Fiskistofu upplýsingar um eignarhald og eignartengsl.
  • Lögð til viðvarandi eftirlitsskylda með eignarhaldi og eignatengslum og stofnuninni fengnar skýrari heimildir til að afla gagna til að sinna eftirliti sínu.
  • Opinber birting á upplýsingum, m.a. um skiptingu aflahlutdeilda, eignarhald, eignartengsl og viðurlagaákvarðanir.
  • Markmið byggðakerfa og mælikvarðar, þ.e. strandveiða, aflamarks Byggðastofnunar og innviðastuðnings, verði lögfest.
  • Innviðastuðningur til sjávarbyggða komi í stað almenns byggðakvóta. Í samráði eru lagðar til tvær útfærslur á innviðastuðningi.

  • Leyfi til nýtingar sjávargróðurs verði aðeins veitt að undangenginni fyrirspurn um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði nýtingaráætlanir leyfishafa birtar opinberlega.
  • Veiðigjald á uppsjávarfisk hækki úr 33% í 45% og samhliða verði fellt niður 10% álag á uppsjávarfisk. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður sem heimilt sé að draga frá tekjum.
  • Viðurlagaheimildir Fiskistofu skýrðar og stofnunni veitt heimild til að fara fram á úrbætur, heimild til beitingu stjórnvaldssekta og heimild til að ljúka málum með sátt.
  • Skel- og rækjubætur verði skertar um 25% á ári á 4 ára tímabili og úthlutun bóta verði hætt 31. desember 2028.
  • Línuívilnun verði skert um 25% á ári á 4 ára tímabili og línuívilnun verði felld niður 31. desember 2028.
  • Gildistaka frumvarpsins verði það að lögum, verði 1. september 2025.


Nánar verður fjallað um frumvarpið á næstu dögum


231026 logo_LS á vef copy.jpg