Menntasjóður Íslensku sjávarútvegssýningarinnar hefur veitt þremur nemendum í Fisktækniskóla Íslands myndarlega námsstyrki. Þannig vilja bakhjarlar sýningarinnar Mercator Media Ltd styðja nemendur til að bæta við sig námi og þekkingu á sviðið sjávarútvegs.
Í ávarpi sem Marianne Rasmusen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024 flutti í hátíðlegri athöfn við afhendingu styrkjanna sagði hún m.a.:
„Atvinnuveiðar og fiskveldi eru meginstoðir íslensks atvinnulífs og sóknin eftir yfirburðum er óþreytandi á því sviði. Það er því ákaflega mikilvægt að stöðugt menntun og þekkingu þeirra sem starfa í þeim geira. Við óskum styrkþegum 2024 innilega til hamingju og vonum að þeir muni leggja sitt af mörkum til blómslegs íslensks sjávarútvegs um ókomin ár, með sérfræðiþekkingu sinni, kunnáttu og menntun.“