Ráðstöfun aflaheimilda Byggðastofnunar

Innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar alþingismanns Flokks fólksins (F) um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum.  Ráðherra byggir svar sitt á upplýsingum sem Innviðaráðuneytið fékk frá Byggðastofnun.  Þegar svarið er rýnt kemur í ljós að aðeins hluta fyrirspurnar þingmannsins er svarað.  Það er miður að ráðuneytið láti það átölulaust að stofnunin vísi til annarrar stofnunar til svara.  Svar ráðherra er því ófullnægjandi og rétt að beina því til fyrirspyrjanda að leita skýringa.  

Í svarinu koma fram upplýsingar um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum sem stofnunin hefur til ráðstöfunar.  LS hefur unnið nokkrar upplýsingar úr svarinu, ásamt því að rekja veiðiheimildir til veiðarfæra, smábáta (bátar minni en 30 tonn og styttri en 15 metrar)

 og hvar skipin hafa landað.  

Hér fylgir greining fyrir fiskveiðiárið 2021/2022.

Alls var ráðstafað aflaheimildum til 22 skipa þar af 5 smábáta.  Alls 12 byggðarlög voru tilgreind sem vinnslustaðir. 

Taflan sýnir byggðarlög vinnsluaðila, fjölda skipa, veiðarfæri skips, löndunarstað, þorskígildi og úthlutaðar veiðiheimildir í þorski.  Byggt á tölum úr fylgiskjali með svari (1) og greiningu LS (2).

Staður (1)Fjöldi (1)Veiðarfæri (2)Löndun (2)Ígildi (1)Þorskur (1)
Flateyri1Botnv.Flateyri450 Tonn 307 Tonn 
Tálknfj. / Patró1DragnótPatreksfjörður400 Tonn 273 Tonn 
Suðureyri1Botnv.Ísafjörður500 Tonn 342 Tonn 
Drangsnes1Botnv.Ísafjörður250 Tonn 171 Tonn 
Bakkafjörður1NetKeflavík150 Tonn 102 Tonn 
1Net/LínaGrundarfj. Húsavík, Raufarhöfn250 Tonn 171 Tonn 
Raufarhöfn1Net/LínaGrundarfj. Húsavík, Raufarhöfn500 Tonn 342 Tonn 
Breiðdalsvík1DragnótBreiðdalsvík230 Tonn 157 Tonn 
1Net/LínaGrundarfj. Húsavík, Raufarhöfn170 Tonn 116 Tonn 
Hrísey1DragnótÓlafsvík, Sandgerði, Grindavík, Bolungarvík, Hrísey 23 tonn af þorski350 Tonn 239 Tonn 
Djúpivogur1DragnótSkagaströnd170 Tonn 116 Tonn 
Djúpivogur1*NetÁrskógssandur Dalvík80 Tonn 55 Tonn 
Djúpivogur1NetStykkishólmur Þorlákshöfn90 Tonn 61 Tonn 
Djúpivogur1Síldar-/ kolmunna-flotvarpa, Flotvarpa, Síldarnót, Loðnunót, LoðnuflotvarpaHornafjörður Vestmanna-eyjar380 Tonn 260 Tonn 
Djúpivogur1Net/LínaGrundarfj. Húsavík, Raufarhöfn220 Tonn 150 Tonn 
Grímsey1*HandfæriGrímsey29 Tonn 19 Tonn 
Grímsey1*NetGrímsey113 Tonn 77 Tonn 
Grímsey2NetGrímsey259 Tonn 177 Tonn 
Grímsey1Dragnót/NetDalvík, Grímsey60 Tonn 41 Tonn 
Þingeyri1DragnótÞingeyri70 Tonn 48 Tonn 
Þingeyri1BotnvarpaVestmanna-eyjar338 Tonn 231 Tonn 
Þingeyri3*HandfæriÞingeyri55 Tonn 38 Tonn 
 22 Alls   5.113 Tonn 3.492 T

Við skoðun á upplýsingunum er ástæða til að leita skýringa á nokkrum þáttum.  Hvers vegna aðeins hluta aflans sé landað í byggðarlagi vinnsluaðila?  Í Hrísey er t.d. aðeins landað um 10% af þeim þorski sem viðkomandi skip fékk úthlutað.  Þá vekur það athygli að uppsjávarskip sem landar á Hornafirði fái úthlutað 260 tonnum af þorski sem ætlaðar eru til vinnslu á Djúpavogi.  Þorskafli skipsins var 2,9 tonn.  

Mikil vonbrigði eru um að aðeins 5,4% af ráðstöfuðum afaheimildum koma til smábáta.  57 tonn af þorski til báta sem veiða með handfærum og 132 til netabáta.

SmábátarÞorskígildiÞorskur
Handfæri84 Tonn   57 Tonn   
Lína0 Tonn   0 Tonn   
Net193 Tonn   132 Tonn   
 276 Tonn   189 Tonn   
 5,4%5,4%

LS mun fjalla nánar um aflaheimildir Byggðastofnunar.