Snörp umræða á þingi um grásleppuna

Í dag fór fram 1. umræða um frumvarp til laga um Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).   Það er meirihluti atvinnuveganefndar sem leggur frumvarpið fram að beiðni matvælaráðherra.  Mjög óvenjulegt er að þingnefnd leggi fram frumvarp, það er aðallega gert þegar mikið liggur við og þá er viðkomandi nefnd einhuga um málefnið.

Screenshot 2024-01-30 at 21.18.27.png

Umræða hófst með undir liðnum „Óundirbúinn fyrirspurnartími“ þar sem Inga Sæland Flokki fólksins (F) beindi fyrirspurn til forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur Vinstri hreyfingunni grænt framboð (V) sem nú gegnir jafnframt embætti matvælaráherra.

Frumvarpið sjálft var 6. liður á dagskrá þingfundarins.  

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki (B).  Að ræðu hans lokinni veittu Inga Sæland Flokki fólksins (F), Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins (F) og Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins (F) andsvör.

Umræðan hélt síðan áfram með ræðum frá Ingu Sæland, Gísla Rafni Ólafssyni Pírötum (P), Guðmundi Inga Kristinssyni, Eyjólfi Ármannssyni, Teiti Birni Einarssyni Sjálfstæðisflokki (D) og síðastur á mælendaskrá var Magnús Árni Skjöld Magnússon Samfylkingunni (S).

Frumvarpið gengur nú til 2. umræðu og atvinnuveganefndar.