LS hefur tekið saman tölur um viðskipti með grásleppu á fiskmörkuðum í febrúar, 2020 – 2024. Skoðað var magn, verð og verðmæti sundurliðað eftir veiðarfærum.
Skemmst er frá því að segja að sveiflurnar milli febrúar í fyrra og í ár eru gríðarlegar. Magnið tífaldast, fer úr 3 tonnum I 30 og verðmætin úr hálfri milljón í 31,3 milljónir.
Þá vekur það ekki síður athygli hvað mikið hefur veiðst í botnvörpu í ár, þar sem hingað til hefur grásleppuafli í veiðarfærið verið óverulegur. 21,6 tonn af grásleppu seld á markaði á móti 1 tonni í fyrra.
Selt á mörkuðum febrúar 2020 – 2024 | |||||
2024 | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | |
Þorskanet | 6,8 Tonn | 1,4 Tonn | 3,2 Tonn | 3,9 Tonn | 1,1 Tonn |
Dragnót | 1,7 Tonn | 0,6 Tonn | 0,9 Tonn | 1,1 Tonn | 0,6 Tonn |
Botnvarpa | 21,6 Tonn | 1,0 Tonn | 2,8 Tonn | 2,8 Tonn | 0,8 Tonn |
Samtals | 30 Tonn | 3 Tonn | 7 Tonn | 8 Tonn | 2 Tonn |
Verð á mörkuðum febrúar 2020 – 2024 | |||||
2024 | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | |
Þorskanet | 1.028 Kr/kg | 189 Kr/kg | 238 Kr/kg | 103 Kr/kg | 32 Kr/kg |
Dragnót | 800 Kr/kg | 159 Kr/kg | 184 Kr/kg | 89 Kr/kg | 100 Kr/kg |
Botnvarpa | 1.056 Kr/kg | 186 Kr/kg | 212 Kr/kg | 54 Kr/kg | 31 Kr/kg |
Verðmæti alls | 31.296 Þús | 554 Þús | 1.549 Þús | 657 Þús | 120 Þús |