Hafrannsóknastofnun efnir til málstofu nk. fimmtudag 21. mars. Þar mun Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur m.a. skýra út niðurstöður frá rannsóknum sem voru gerðar á hegðun nytjafiska fyrir framan botnvörpu. „Hvernig megi þróa „rockhopperinn“ og fótreipi frekar til að ná árangri í veiðum en um leið lágmarka áhrif veiða á annað líf“, eins og segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun.
Málstofan hefst kl 12:30 í stóra fundarsalnum á jarðhæð Fornubúða 5 í Hafnarfirði.
Streymt verður frá fundinum.