Grásleppuvertíðin 2024 – nýting afla og aukaafurða

Matvælaráðuneytið hefur orðið við beiðni LS um breytingu á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða.  Með henni verður heimilt á yfirstandandi vertíð að varpa hvelju af grásleppu fyrir borð.   

Í bréfi LS til ráðuneytisins segir að helsta ástæða beiðninnar séu að markaður fyrir grásleppu í Kína er enn nánast lokaður og hefur í raun verið frá miðju ári 2020.  Það sýnir sig best á að verð sem í boði eru skila engu fyrir sjómenn, allt fer í kostnað.  Þar er átt við löndun, vinnslu og flutning til Kína sem er eina landið sem sýnt hefur vörunni áhuga.

Útflutningur á frystri grásleppu til Kína.

ÁrtalMagnVerðmætiVerðVerð
20192.372 Tonn603 milljónir254 Kr/Kg2,05 USD/Kg
20202.503 Tonn365 milljónir146 Kr/Kg1,18 USD/Kg
20211.011 Tonn94 milljónir93 Kr/Kg0,75 USD/Kg
2022518 Tonn43 milljónir84 Kr/Kg0,63 USD/Kg
2023709 Tonn113 milljónir159 Kr/Kg1,18 USD/Kg

Sjá reglugerð