Á fundi stjórnar Smábátafélags Reykjavíkur sem haldinn var 23. mars sl. var rætt um strandveiðar sem hefjast 2. maí nk. Fundinum lauk með samþykkt eftirfarandi ályktunar.
„Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur skorar á matvælaráðherra að tryggja strandveiðar í 48 daga jafnskipta í fjóra mánuði maí – ágúst. Á engan hátt megi það henda að veiðarnar verði stöðvaðar í júlí eins og gerst hefur undanfarin tvö ár. Stöðva verður yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Breyta verður reglugerð til að koma í veg fyrir slíkt og færa veiðiheimildirnar til strandveiða.
Strandveiðar í fjóra mánuði tryggir jöfnuð milli allra landshluta til farsældar fyrir þjóðina.“
Formaður Smábátafélags Reykjavíkur er Finnur Sveinbjörnsson