LS hefur unnið upp úr tölum Hagstofu Íslands upplýsingar um útflutning á frystri grásleppu, söltuðum grásleppuhrognum og grásleppukavíar fyrir árið 2023. Útflutningsverðmæti á árinu nam alls 1,6 milljarði, 3% hærra en á árinu 2022.
Söltuð grásleppuhrogn
Verðlækkun um 19% milli ára, fob verð á hverri tunnu 107 þúsund á árinu 2023. Umreiknað í evrur var verðið 718 EUR á móti 948 EUR á hverja tunnu árið 2022. Magn jókst verulega milli ára, úr 3.142 tunnum á árinu 2022 í 5.239 tunnur á sl. ári. Heildarverðmæti 563 milljónir. Á sl. 5 árum [2019 – 2023] var verðið hæst árið 2019, 206 þús fyrir hverja tunnu, 1.485 EUR. Magnið var hins vegar mest á tímabilinu árið 2021, 6.216 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum.
Grásleppukavíar
Útflutningsverð á grásleppukavíar hækkaði um 8% milli ára. Umreiknað í evrur svaraði það til 5% hærra verði en árið 2022. Magnið dróst hins vegar saman um 19%, aðeins 394 tonn voru flutt á erlenda markaði í fyrra. Til samanburðar voru seld 660 tonn af grásleppukavíar á árinu 2019.
Frosin grásleppa
Eftir sögulega lægsta verð árið 2022, rauk verðið upp á árinu 2023, 90% hækkun milli ára. Hvert kíló skilaði 159 krónum eða 1,18 USD. Alls voru flutt til Kína 709 tonn, aukning um 37% milli ára. Langt er þó í land að verð og magn nái sömu hæðum og var fyrir Covid, 2,05 $/kg árið 2019 og 2.619 tonn seld á árinu 2020.