Afli og nýting heimilda – afli fyrir 26 milljarða ónýttur

LS hefur tekið saman samanlagðan afla skipa í afla- og krókaaflamarki í þorski, ýsu og ufsa á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins.  Töflurnar sýna jafnframt nýtingu aflaheimilda og stöðu í lok hvers fiskveiðiárs. 

Þorskur

Þorskafli er kominn yfir 139 þúsund tonn sem jafngildir 69,5% af heimildum fiskveiðiársins.  Óveidd eru rúm 61 þúsund tonn fyrir þá fimm mánuði sem eftir eru af árinu.  Sambærilegar tölur fiskveiðiársins 2022/2023 voru 59 þús tonn og 70,5%.  Hlutföllin nú eru nokkru hærri en þriggja fiskveiðiára þar á undan, tímabilið 2019-2021.  Lægst var það 2019/2020 60,6%

 62,4% og þá voru óveidd um 106

 101 þúsund tonn.   *leiðrétt ÖP 18.4.

Samtala óveiddra heimilda síðustu fjögur fiskveiðiárin 2019-2022 voru 16 þúsund tonn.

*16.4. leiðrétt tala úr 19 í 16.

 Þorskur
1.9. – 31.3.AflaheimildAfliÓveittVeittStaða í lok árs
2023/2024200.541 Tonn 139.327 Tonn 61.215 Tonn 69,5%??
2022/2023200.779 Tonn 141.639 Tonn 59.140 Tonn 70,5%-1.592 Tonn  
2021/2022220.267 Tonn 147.280 Tonn 72.987 Tonn 66,9%-50 Tonn  
2020/2021258.384 Tonn 162.616 Tonn 95.768 Tonn 62,9%4.112 Tonn  
2019/2020268.287 Tonn 167.316 Tonn 100.971 Tonn 62,4%13.387 Tonn 

Ýsa

Ýsuafli nálgast 50 þúsund tonnin.  Það er meira á þessu sjö mánaða tímabili en á undanförnum árum.  Aftur á móti er hlutfall sem veitt hefur verið það lægsta á tímabilinu frá fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 2019, 64,2%.  Það hefur verið í kringum 70%. að undanskildu fiskveiðiárinu 2019/2020 en þá höfðu 86,5% aflaheimildar verið nýttar í lok mars.*yfirstrik ÖP 18.4.

Þegar árin voru gerð upp kom í ljós að samanlagður umframafli fjögurra fiskveiðiára nam 13 þúsund tonnum.  Gera má ráð fyrir að sú tala jafnist nokkuð með yfirstandandi fiskveiðiári.

 Ýsa
1.9. – 31.3.AflaheimildAfliÓveittVeittStaða í lok árs
2023/202474.380 Tonn 47.745 Tonn 26.635 Tonn 64,2%??
2022/202361.014 Tonn 43.883 Tonn 17.131 Tonn 71,9%-3.534 Tonn 
2021/202243.448 Tonn 31.619 Tonn 11.829 Tonn 72,8%-4.256 Tonn 
2020/202154.078 Tonn 38.222 Tonn 15.857 Tonn 70,7%-3.041 Tonn 
2019/202044.199 Tonn 30.386 Tonn 13.812 Tonn  68,7%-2.187 Tonn 

Ufsi

Eins og sjá má hefur ufsi ekki gefið sig til veiða í því magni sem útgefnar veiðiheimildir segja til um.  Á fjórum árum hafa um 145 þúsund tonn ekki nýst sem afli.  Miðað við meðalverð á fiskmörkuðum tímabilið 1. september 2019 til og með 31. ágúst 2023 er aflaverðmæti þessa magns hvorki meira né minna en 26 milljarðar.   Á yfirstandandi fiskveiðiári bendir allt til þess að hlutfall ufsa sem ekki nýtist með veiðum verði það hæsta á því 5 ára tímabili sem hér er fjallað um.

Með tilliti til þessara upplýsinga er óskiljanlegt að drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg sem fv. matvælaráðherra lagði fram í Samráðsgátt skuli kveða á um að ufsi skuli að fullu teljast til „skammtsins“ við strandveiðar.

 Ufsi
1.9. – 31.3.AflaheimildAfliÓveittVeittStaða í lok árs
2023/202481.563 Tonn 22.721 Tonn 58.842 Tonn 27,9%??
2022/202387.374 Tonn 27.499 Tonn 59.876 Tonn 31,5%42.661 Tonn 
2021/202293.725 Tonn 32.493 Tonn 61.232 Tonn 34,7%32.171 Tonn 
2020/202192.427 Tonn 29.436 Tonn 62.991 Tonn 31,8%37.194 Tonn 
2019/202084.529 Tonn 29.265 Tonn 55.264 Tonn 34,6%32.571 Tonn 

 Tölur unnar af heimasíðu Fiskistofu.

240117 logo_LS á vef.jpg