Reglugerð um strandveiðar

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum reglugerð um strandveiðar.  Reglugerðin er nánast óbreytt frá síðasta ári.

  • Veiðar hefjast fimmtudaginn 2. maí.
  • Aflamagn verður ekki minna en 10 þúsund tonn af þorski.
  • Veiðar eru heimilaðar fjóra daga í viku, mánudag – fimmtudags.  Óheimilt að róa á uppstigningardag (9. maí), annan í hvítasunnu (20. maí), 17. júní og á frídegi verslunarmanna (5. ágúst).
  • Vakin er athygli á að í 3. gr. reglugerðarinnar er bætt við ákvæði sem orðast svo:

„Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lög­aðilanum.“

Hægt að sækja um strandveiðileyfi með rafrænum skilríkjum í stafrænni umsóknargátt á Ísland.is

Sjá nánar

240117 logo_LS á vef.jpg