LS hefur unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu tölur að loknum þriðja degi strandveiða og borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Alls 540 bátar hafa hafið veiðar, en það er 66 báta fjölgun. Þorskafli er kominn í 904 tonn, 11% meiri en fyrir ári.
Bátum hefur fjölgað á öllum svæðum, hlutfallslega mest á svæði B um rúman fjórðung. Þorskafli hverrar veiðiferðar eykst mest á svæði C, fer úr 618 kg í 706 kg – 14%.
Töflur sýna stöðuna eftir 3. dag strandveiða í ár og í fyrra.
Svæði | Þorskafli | Fjöldi báta | Fjölgun | Landanir | Fjölgun | |
A | 545 Tonn | 6% | 293 | 29 | 711 | 23 |
B | 125 Tonn | 23% | 88 | 18 | 187 | 28 |
C | 77 Tonn | 22% | 50 | 6 | 109 | 7 |
D | 157 Tonn | 19% | 109 | 13 | 214 | 16 |
Alls | 904 Tonn | 11% | 540 | 66 | 1.221 | 74 |
Að loknum 3. degi Þorskur afli pr. bát Þorskur afli pr. löndun 2024 2023 2024 2023 A 1,86 Tonn 1,95 Tonn 767 Kg 747 Kg B 1,42 Tonn 1,46 Tonn 668 Kg 642 Kg C 1,54 Tonn 1,43 Tonn 706 Kg 618 Kg D 1,44 Tonn 1,38 Tonn 734 Kg 667 Kg Alls 1,67 Tonn 1,71 Tonn 740 Kg 707 Kg