Ein vika er í að skilafresti ljúki til að senda í Samráðsgátt umsögn um drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg.
Nú þegar hafa borist umsagnir frá sjö aðilum. Meðal þeirra er frá Drangey – smábátafélag Skagafjarðar.pdf.
Megn óánægja er meðal smábátaeigenda með frumvarpsdrögin. Þar sé ekkert að finna sem styrki útgerð þeirra, að tekið sé tillit til mikilvægi þeirra við vistvæna nýtingu auðlindarinnar og samkeppni við hina stóru um veiðiheimildir.
Frumvarpið boðar áframhald á samþjöppun veiðiheimilda með 25% hækkun á hámarksaflahlutdeild i eigu eins aðila, úr 12% í 15%. Það leiði m.a. til meiri áhættu fyrir þjóðina að hafa öll egg auðlindarinnar í sömu körfunni.
Þá er lögð til skerðing á veiðiheimildum smábáta með afnámi línuívilnunar og fyrirsjáanlegu inngripi stórútgerðarinnar í 5,3% pottinn – innviðaleiðin.
Óvissa verði um framtíð 5,3% pottsins, hann ekki lengur lögfestur heldur háður heimild frá ráðherra hverju sinni.
Síðast en ekki síst gerir frumvarpið ekki ráð fyrir auknum veiðiheimildum til strandveiða eins og krafa 72,3% þjóðarinnar er um. Vilji þjóðarinnar að engu hafður og til að bæta gráu ofan á svart verða strandveiðar skertar frá og með árinu 2026 þegar ufsi verður ekki sá bónus sem verið hefur.
Senda inn umsögn við frumvarpiðGrein Arnar Pálssonar „Matvælaráðherra og strandveiðar“