Aðalfundur Snæfells, félag smábátaeigenda Borgarnes – Búðardalur, verður haldinn næstkomandi þriðjudag 17. september.
Fundurinn verður í Samkomuhúsinu (Sólvellir 3) í Grundarfirði og hefst kl 17:00.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Tilnefningar 5 fulltrúa (aðal- og varamanna) á 40. aðalfund Landssambands smábátaeigenda 17. og 18. október.
- Önnur mál
Formaður Snæfells er Runólfur Jóhann Kristjánsson