Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa verið flutt út rúm níuþúsund tonn af ferskum heilum þorski til vinnslu erlendis. Er það 35% aukning frá sama tíma í fyrra þegar magnið magnið nam 6.701 tonni.
Útflutningsverðmæti nú nnema um 5,3 milljörðum, aukning um 1,2 milljarða milli ára.
Helsti kaupandi nú eru Þjóðverjar, en þangað fóru 24%. Fimmtungur fór til Hollands og Bretar voru með 19,7%. Hér er um nokkur tíðindi að ræða þar sem Bretar hafa lengst af vermt fyrsta sætið. Voru t.d. með 46% alls útflutningsins árið 2022.
Mikill munur var á verði hvers kílós hjá þessum þremur þjóðum. Hollendingar greiddu hæsta verðið og var það um 37% hærra en heill þorskur seldist á til Þýskalands.
Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands