Hagstofan hefur birt yfirlit um strandveiðar 2024 og borið saman við árið á undan.
Heildarafli strandveiðibáta síðasta sumar var um 12.500 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans rúmlega 5 milljarðar króna. Rúmum hálfum milljarði meira en á árinu 2023.
Óvenjuhátt hlutfall aflans var þorskur, tæplega 94%. Aðeins árið 2017 toppar það en þá var hlutfall þorsks 95%.
Mikill samdráttur varð í ufsa fór úr 1.319 tonnum í 695 tonn.