40. aðalfundur – tillögur frá nefndum

Afargóð mæting var á aðalfundi LS sem hófst í dag. Fundurinn gekk í alla staði vel fyrir sig og stemning ríkti. Að loknu setningarávarpi Arthurs Bogasonar formanns ávarpaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra fundinn.

Örn Pálsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsárið og Rut Sigurðardóttir kynnti mynd um strandveiðar sem hún framleiddi á sl. sumri. Myndin – Strandveiðar – var frumsýnd á fundinum og fékk virkilega góðar viðtökur.

Alþingismennirnir Inga Sæland og Bjarni Jónsson fluttu stutt ávörp sem gerður var góður rómur af. Það vakti mikla athygli að Bjarni tilkynnti fundinum að hann hefði sagt úr VG.

Nefndarstörfum lauk um kl 19. Hér má sjá tillögur nefndanna sem fundurinn fjallar um á morgun.

Sjávarútvegsnefnd

Allsherjarnefnd