Á aðalfundi LS var samþykkt tillaga frá formönnum fimm svæðisfélaga um tilboð til stjórnvalda, að félagsmenn í LS veiði 10 þúsund tonn af þorski og greiði fyrir það einn milljarð. Aflinn yrði viðbót við heildarafla.
„Landssamband smábátaeigenda geri stjórnvöldum tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“
Í greinargerð með tillögunni er til viðbótar greiðslu fyrir þorsk gert ráð fyrir að fjórðungur af aflaverðmæti meðafla renni í ríkissjóð.
Óskað verður eftir að Reiknistofa fiskmarkaða sjái um að halda eftir við uppgjör fjárhæð sem fer til ríkissjóðs, en skylt verður að selja aflann gegnum fiskmarkaði. Veiðar skulu fara fram á þeim tíma sem viðkomandi stundar ekki strandveiðar. Þá verði þátttakendur að afsala sér rétti til að flytja frá sér veiðiheimildir í þorski á viðkomandi fiskveiðiári.
„Aðaltilgangur tilboðsins er að auka tekjur ríkissjóðs af auðlindinni um einn milljarð.
Samhliða væri ávinningur margþættur, t.d.
Aukið rekstraröryggi kvótalítilla báta.
Aukinn stuðningur við dreifðar byggðir landsins.
Aukið vægi umhverfisvænna veiða.