Í ræðu Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra á aðalfundi LS komu m.a. fram upplýsingar um verðmæti og afla smábáta á síðastliðnu fiskveiðiári.
„Vel aflaðist á nýliðnu fiskveiðiári. Heildarafli smábáta um 78 þúsund tonn. Afli krókaaflamarksbáta 60 þús. tonn, strandveiðar um 13 og aflamarksbátar 5 þúsund tonn. Tveir þriðju hlutar aflans var þorskur. Heildaraflaverðmæti þessa mikla afla nam um 30 milljörðum og útflutningsverðmætið tvöfalt hærri. Til samanburðar var verðmæti alls botnfisksafla á fyrstu 7 mánuðum þessa árs um 74 milljarðar. Smábátaeigendur geta því verið stoltir með sitt framlag fyrir land og þjóð.“



