Birt hefur verið í Stjórnartíðindum reglugerð um hrognkelsaveiðar. Reglugerðin er sett skv. 2. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og 2. mgr. 7. gr. a. laga um stjórn fiskveiða. Sjá nánar um lagabreytingar
„Aðeins fiskiskip með aflahlutdeild í grásleppu á viðkomandi staðbundnu veiðisvæði skv. 1. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, geta stundað þar veiðar. Fiskiskip með aflamark í grásleppu skal skráð innan staðbundins veiðisvæðis, þ.e. í heimahöfn og landa í löndunarhöfn innan veiðisvæðis, sbr. 7. gr. a. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.“, eins og segir í reglugerðinni.
Reglugerðin er í mörgum atriðum samhljóða reglugerð um sama efni sem gilti á síðustu vertíð. Lokunarsvæði, vitjun neta og stærð netamöskva óbreytt. Nýmæli er að net mega ekki vera grynnri en 12 möskva. Það ákvæði tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. september 2026. Þar til er miðað við 20 möskva.
Engar takmarkanir eru á fjölda neta né hvenær má stunda veiðarnar er frá er talið það sem verið hefur. Innanverður Breiðafjörður, auk þess að á tímabilinu 1. apríl til 14. apríl má ekki án leyfis varpeiganda leggja nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjöru.