Fiskistofa hefur birt áætlaðar hlutdeildir í grásleppu. Útreikningarnir byggja á ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða sem samþykkt voru á Alþingi 22. júní 2024. Lög – veiðistjórn grásleppu.
„Fiskistofa skal fyrir 1. mars 2025 úthluta fiskiskipum aflahlutdeild í grásleppu. Aflahlutdeild einstakra skipa skal ákveðin með tilliti til veiðireynslu sem fengin hefur verið á grundvelli réttar til grásleppuveiða og leyfis frá Fiskistofu sem skráð er á viðkomandi skip og nýtt innan viðmiðunartímabilsins. Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil leyfisins sem skráð er á skipið frá og með árinu 2018 til og með árinu 2022 að undanskildu árinu 2020.“
Frestur til að gera athugasemdir við útreikning á veiðireynslu er til og með 18. nóvember.
