Innheimta á árgjaldi lögskráningar verði dregin til baka

Í byrjun árs fengu smábátaeigendur kröfu í heimabanka um greiðslu á árgjaldi lögskráningar. Reikningur fyrir afnot á árinu 2024 upp á 26.487 kr. Menn rak í rogastans þar sem þeir könnuðust ekki við að hafa óskað eftir breytingum á fyrirkomulagi við lögskráningu.

Samkvæmt gjaldskránni hafði verið rukkað um 4.606 kr. í byrjun síðasta árs sem er árlegt gjald fyrir hvern notanda fyrir aðgang að lögskráningarkerfinu til rafrænnar skráningar. Jafnframt mátti lesa á heimasíðu Samgöngustofu: „Árgjald aðgangs að lögskráningarkerfi (pr. notand, pr. skip)“. Væri óskað eftir skráningu fyrir fleiri en einn var gjaldið 5.758 kr.

LS gerði strax athugasemd við innheimtuna og ítrekaði erindið í dag þar sem óskað er niðurfellingar á gjaldinu.

Sjá bréf LS