Samgöngustofa hefur svarað erindi LS um niðurfellingu reikninga á árgjaldi-lögskráning fyrir sl. ár.
Í bréfi stofnunarinnar sem svar við beiðni LS segir:
„Samgöngustofa getur ekki orðið við þeirri beiðni að fella niður reikninga nema með því að loka aðgangi að kerfinu. Þeir aðilar, sem ekki hafa aðgang að kerfinu þurfa að sækja þjónustu til Samgöngustofu varðandi lögskráningu á skip. Slík þjónusta kostar skv. tl. 4.7.4 í gjaldskrá, kr. 1068 í hvert skipti.“
LS beinir því til félagsmanna sem hyggjast ekki greiða árgjaldið að segja sig frá þjónustunni, að aðgangi að kerfinu fyrir viðkomandi verði lokað.
Dæmi um texta:
Undirritaður hefur ekki gerst áskrifanda af þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir og biður ykkur um að fella niður þann reikning sem honum var sendur í tölvupósti 10. janúar síðastliðin sem sagður var fyrir aðgang að kerfinu fyrir árið 2024.