Veiðigjald á árinu 2025

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um veiðigjald fyrir árið 2025.  Gjaldið miðast hvert kíló óslægðs afla sem landað er á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2025. 

Tegundum sem bera veiðigjald hefur fjölgað um þrjár frá í fyrra, úr 17 í 20.  Þær sem bæst hafa við sem gjaldberandi tegundir eru:   Grásleppa, gulllax og rækja.  Grálúða er áfram utan veiðigjalds.

Eins og sjá má á töflu sem hér fylgir hækkar gjald á þorski um 7,6% er 28,68 kr/kg.  Veiðigjald á ýsu, löngu, skarkola og skötusel lækkar en hækkar á öllum örðum tegundum. 

Lög um veiðigjald kveða á um að „við álagningu veiðigjalds skal frítekjumark nema 40% af fyrstu 6 millj. kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila“.  Uppreiknuð samkvæmt vísitölu neysluverðs er fjárhæðin nú kr. 8,8 milljónir og afslátturinn því að hámarki rúmar 3,5 milljónir.  Sú upphæð nýtist að fullu hjá þeim sem greiða hærra veiðigjald en sem því nemur.   Aðrir njóta 40% afsláttar af álagningunni.   

Mikil vinna fór fram hjá LS á árunum 2017 og 2018 í að ná fram 40% afslættinum.  Hér fylgir brot úr viðtali við Örn Pálsson úr Brimfaxa í desember 2018, sem sýnir glöggt hvað ávannst í þessum efnum.

Meðfylgjandi tafla sýnir veiðigjald 2025 og 2024 og þær breytingar sem orðið hafa milli ára.             

Veiðigjald20252024Breyting
Þorskur28,68 Kr/Kg 26,66 Kr/Kg 7,6%  
Ýsa20,21 Kr/Kg 22,28 Kr/Kg -9,3%  
Ufsi13,65 Kr/Kg 12,14 Kr/Kg 12%  
Steinbítur16,65 Kr/Kg 15,07 Kr/Kg 10%  
Langa16,56 Kr/Kg 17,55 Kr/Kg -5,6%  
Keila6,37 Kr/Kg 5,12 Kr/Kg 24%  
Grásleppa11,31 Kr/Kg   
Hlýri20,38 Kr/Kg 16,07 Kr/Kg 27%  
Djúpkarfi12,62 Kr/Kg 4,71 Kr/Kg 168%  
Gulllax1,40 Kr/Kg   
Karfi16,64 Kr/Kg 12,44 Kr/Kg 34%  
Kolmunni4,16 Kr/Kg 3,20 Kr/Kg 30%  
Langlúra29,49 Kr/Kg 24,06 Kr/Kg 23%  
Loðna 7,29 Kr/Kg 3,91 Kr/Kg 86%  
Makríll10,43 Kr/Kg 1,79 Kr/Kg 483%  
Rækja12,77 Kr/Kg   
Síld10,09 Kr/Kg 4,12 Kr/Kg 145%  
Skarkoli34,33 Kr/Kg 40,49 Kr/Kg -15%  
Skötuselur40,71 Kr/Kg 44,72 Kr/Kg -9,0%  
Sólkoli39,24 Kr/Kg 38,62 Kr/Kg 1,6%  

Auk sem hér kemur er veiðigjald fyrir hvern hval er sem hér segir: i) langreyður 73.832 kr., ii) hrefna 11.797 kr. Veiðigjald á sjávargróður er sem hér segir: 737 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt).