Líklegt má telja að leyfilegur heildarafli á yfirstandandi ári verði tilkynntur í byrjun apríl. Það er hefðin þar sem þá liggja fyrir niðurstöður mælinga á stofnvísitölu úr marsralli Hafrannsóknastofnunar.
Í rallinu 2024 mældist lífmassavísitalan 5403. Verði vísitalan á svipuðu róli og árin 2023 og 2024 verður leyfilegur afli nánast óbreyttur. Myndin hér að neðan sýnir þróun vísitölunnar sl. 10 ár.
