Reglugerð um 48 daga

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um reglugerð um strandveiðar.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ákveðið að 48 dagar til strandveiða á komandi vertíð verði tryggðir í reglugerð. Ráðherra telur að ekki gefist tími til að fá samþykkt frumvarp um breytingar á strandveiðikerfinu fyrir 5. maí sem er upphafsdagur strandveiða 2025.