Til hamingju Hafró

Í dag afhenti Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra Hafrannsóknastofnun nýtt hafrannsóknaskip Þórunni Þórðardóttur HF300.

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar tók við skipinu fyrir hönd stofnunarinnar.

Skipið er nefnt í höfuð fyrstu konunni sem sótti sér sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Ein öld er liðin frá fæðingu Þórunnar sem var frumkvöðull í rannsóknum og vann nær allan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun.

Sjá nánar