Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur fundaði um fyrirhugaðar breytingar á strandveiðum sem nú eru til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Eftirfarandi samþykkt:
Ályktun frá Smábátafélagi Reykjavíkur
Við fögnum innilega fyrirhuguðum breytingum á strandveiðum sem fram koma í drögum að reglugerð um strandveiðar sem birt voru í Samráðsgáttinni þann 13. mars.
Við lýsum yfir fullum stuðningi við þessar hugmyndir ráðherra og vonum að þær nái fram að ganga óbreyttar.
Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur
Finnur Sveinbjörnsson formaður
