Leyfilegur heildarafli á grásleppu

Í dag var birt reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025.

Samkvæmt henni verður leyfilegur heildarafli á grásleppu 2.677 tonn. Að frádregnum 5,3% koma 2.535 til aflmarks á grundvelli aflahlutdeildar. Til nýliða á grásleppu koma 142 tonn.

Áður hafði verið úthlutað samkvæmt aflahlutdeild 1.152 tonnum, þannig að viðbótin nú nemur 1.383 tonnum. Gera má ráð fyrir að Fiskistofa tilkynni nýtt aflamark þá og þegar. Sjá úthlutun.

Samkvæmt vef Fiskistofu hefur alls verið landað 532 tonnum af grásleppu frá áramótum, þar af 388 tonn sem veiðst hafa af grásleppubátum. Það sem upp á vantar skiptist eftir veiðarfærum: Troll 95 tonn, þorskanet 38 tonn, í dragnót hafa veiðst 7 tonn og 3 tonn hafa verið veidd á handfæri.