Umsókn um leyfi til strandveiða

LS hefur tekið saman og greint helstu fyrirspurnir um fyrirkomulag og umsókn vegna starndveiða.  Hér á eftir eru svör við því helsta sem brennur á strandveiðisjómönnum.  Athugið upptalningi ekki tæmandi.

  1. Umsókn um leyfi til strandveiða skulu berast Fiskistofu FYRIR 22. apríl.  
  2. Í umsókn skal tilgreina upphafsdag strandveiða.
  3. Fyrsti dagur strandveiða er mánudagurinn 5. maí
  4. Strandveiðileyfi veitir leyfi til veiða í 12 daga innan hvers mánaðar [maí – ágúst].  
  5. Fiskistofa afgreiðir strandveiðileyfi þegar öll skilyrði eru uppfyllt.  Haffæriskírteini, eignarhald skipstjóra og annað sem krafist er.
  6. Skipstjóri báts sem er í eigu lögaðila (ehf.) skal eiga meira en 50% í félaginu.  
  7. Eignarhald lögaðila miðast við skráningu raunverulegs eiganda í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
  8. Eignarhald báts ræðst af skráningu í skipaskrá Samgöngustofu.
  9. Ónýttir dagar færast ekki milli mánaða
  10. Heimilt er stunda veiðar 4 daga í viku mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag
  11. Óheimilt er að stunda veiðar uppstigningardag 29. maí, annan í hvítasunnu 9. júní, 17. júní og á frídegi verslunarmanna 4. ágúst
  12. Eigandi báts skal vera skráður eigandi í skipaskrá Samgöngustofu
  13. Eigandi skal vera lögskráður
  14. Óheimilt er að gefa út strandveiðileyfi á bát ef aflamark í þorskígildum talið er minna en það sem báturinn fékk úthlutað í upphafi fiskveiðiársins
  15. Skráning aflaupplýsinga sbr. reglugerð um stafræna skráningu og skil aflaupplýsinga.

Breytingar hjá einkahlutafélögum má senda inn rafrænt og er afgreiðslutími þeirra tilkynninga um 3-5 virkir dagar

Fiskistofa stefnir að því að opna fyrir umsóknir eftir hádegi á morgun, miðvikudaginn 9. apríl.