Mikill áhugi fyrir strandveiðum – umsóknarfrestur að renna út
Umsóknir um leyfi til strandveiða árið 2025 verða að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti 22. apríl.
„Sækja þarf um fyrir miðnætti þann 22. apríl, þrátt fyrir að skip uppfylli ekki öll skilyrði.“ , eins og segir á vef Fiskistofu.
Á hádegi í dag annan í páskum höfðu 638 aðilar fengið leyfi til strandveiða. Skipting eftir svæðum er þessi:
Svæði A. Vesturland | 291 með leyfi | 46% |
Svæði B. Strandir – Eyjafjörður | 117 með leyfi | 18% |
Svæði C. Norðaustur- og Austurland | 79 með leyfi | 12% |
Svæði D. Suðurland – Borgarfjarðar | 151 með leyfi | 24% |
Talsvert fleiri hafa sótt um en hér kemur fram en hafa ekki uppfyllt öll skilyrði til að leyfi verði gefið út.
Fyrsti dagur strandveiða 2025 er 5. maí og gera áætlanir flestra ráð fyrir að byrja þann dag. Eins og fram hefur komið verður heimilt að stunda veiðar í 48 daga, jafnskipt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Með því er tryggt jafnræði milli landshluÞannig hefur það ekki verið undanfarin 5 ár þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar áður en tímabilinu er lokið. Árin 2020 og 2021 um miðjan ágúst og nú síðustu þrjú ár um miðjan júlí.
Myndin sýnir fjölda strandveiðibáta ár hvert frá fyrsta heila árinu sem stunda mátti veiðarnar, ásamt dagsetningum sem veiðarnar voru stöðvaðar.
