805 bátar komnir með strandveiðileyfi

Upplýsingar á heimasíðu Fiskistofu greina frá því að 805 bátar eru komnir með leyfi til strandveiða.  Af þeim hafa 561 þegar hafið veiðar.

Þorskafli á fyrstu 5 dögum er kominn yfir áttahundruð tonn, að meðaltali 163 tonn á dag.  Mestur var aflinn þriðjudaginn 6. maí.  Meðaltal á dag eru 633 kg.   

Strandveiðar að loknum 5. degi þann 12. maí