Bregðast verður við vanmati á stærð veiðistofns þorsks

Þann 8. júlí sl. fundaði LS með Hönnu Katrínu Friðriðksson atvinnuvegaráðherra. Meðal þess sem rætt var um ábendingu LS um að Hafrannsóknastofnunar hefði vanmetið veiðistofn þorsks árin 2021 og 2022. Veiðistofnar þessara ára væru nú mældir mun stærri og því ráðlegt aflamark ekki í takt við nýjar mælingar.

LS gerir tillögu um að atvinnuvegaráðherra taki tillit til þessa og verði ekki við ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknastofnunar og Alþjóða hafrannsóknaráðsins um 204 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári.

Tillaga LS til ráðherra er að leyfilegur heildarafli verði 240 þúsund tonn.

Afrit af bréfi LS til ráðherra.